Færsluflokkur: Bloggar

Íslendingur á ljónaveiðum

Ég fór í smá gönguferð fyrir nokkru. Það er svosem ekkert merkilegt við að fara í gönguferð, ég geri það oft. Nema í þetta sinn fór ég á stað sem ég hef ekki farið á í nokkur ár og þar sem svæðið er töluvert stórt ákvað ég að fara ótroðnar leiðir (þ.e.a.s. ótroðnar af mér) Ég er svotil ný komin á svæðið þegar ég sé stórt skilti sem á stendur 'COUGARS'. Jú þið skiljið þetta rétt.  Fjalla ljón hafði látið sjá sig á svæðinu fyrir nokkrum dögum. Heyrðu... þetta gæti orðið spennandi labb eftir allt saman!  Ég geng á leið og held uppí móti þar sem það tekur svo ágætlega í rassvöðvanna og þeim veitir ekki af smá hreyfingu. Göngu troðningurinn sem ég er á er frekar mjór með háu grasi meðfram honum. Grasið er nógu þurrt að það skrjáfar í því þegar ég rekst í það. Á göngunni stoppa ég nátturulega öðru hverju til að taka myndir af pöddu lífinu.  Allt í einu heyri ég skrjáfur. Ég stífna í augnablik... en ekki lengi þar sem ég veit að ég er ekki komin nógu langt inní óvissuna til að ljóni detti einusinni í hug að kíkja á mig.  Áfram held ég og er komin töluvert hátt upp á hæðina þegar aftur heyri ég skrjáfur!  Jæja nú fer adrenalínið í gang fyrir alvöru, og ljóna sögur koma sér vel fyrir í kollinum á mér.

  Ég á vinkonu hérna úti sem sagði mér að einu sinni hefði hún verið að skokka úti í nátturunni þegar ljónynja nokkur hefði tekið með henni sporið um stund. Síðan eftir nokkrar mínutur af samferðinni hefði ljónynjan bara farið sinn veg og ekki sést aftur.  ... Heyrðu... væri það nú ekki alveg frábært að hafa svipaða sögu að segja úr gönguferðinni minni!!

  Auðvitað varð ég að minna sjálfa mig á í miðri hugsun að það væri nú eiginlega ekkert sniðugt ef ég sæi þarna ljón. Það gæti nú bara hreinlega borðað mig upp til agna... og maður getur nú ekki sagt sína sögu þegar búið er að borða mann!   Spenningurinn er semsagt farinn að aukast. Mig dauðlangar að hitta ljón, en er samt skíthrædd við að það gerist í alvöru.  Áfram held ég og hjartað tekur heljar kipp enn einu sinni þegar ég heyri mikið og hátt skrjáfur svolítið í burtu frá mér... í nágrenni við tré sem ég sé í grenndinni. Ég snarstoppa. Horfi vel í kring um mig en sé ekkert. (auðvitað ekki... hvaða fjalla ljón lætur bráðina sjá sig!! ) Ég heyri ekkert heldur þannig að ég held áfram skref fyrir skref með hjartað í brókunum og heilann niðri í hálsi.

  Nú er ég komin alveg ókunnar slóðir og ég hef ekki séð nokkurn lifandi mann í hálftíma eða svo. Skildi einhver heyra í mér þegar ljónið réðst á mig? Bíddu, byrja ljón ekki á hálsinum þegar þau ráðast á fólk... og... eru ekki raddböndin falin einhverstaðar í hálsinum? Þau eru náttúrulega bráð vitur þessi kvikindi. Geta borðað mig alla alveg óáreitt ef þau byrja á raddböndunum!!   Áfram geng ég, ósköp hægt, og vona að þessi stígur sem ég er á endi einhvern tíma í nágrenni við fólk. Ég er löngu hætt að eyða tíma í að skoða pöddur. (I have a bigger fish to fry!) Ég er nú samt með myndavélina á lofti ef ske kynni að ég gæti smellt af einni mynd eða svo rétt áður en ég verð étin.   Aftur heyri ég skrjáfur, í þetta sinn mjög nálægt mér og svei mér ef ég sé ekki hreyfingu. Hreyfingin var beint fyrir framan mig og lágt við jörðu. Ég stoppa og góna út í grasið. AHA! haldiði ekki að ég hafi ekki bara fundið ljónið. Situr þarna salla rólegt beint fyrir framan mig á steini að sóla sig. Ég stóðst ekki mátið og smellti af mynd áður en ljónið hoppaði aftur út í grasið, eflaust í leit að bragðbetri bita. Áfram hélt ég þar til ég kom í manna byggðir og hef engum sagt söguna af ljóninu sem breyttist í eðlu.    Já það fer nú enginn nema alvöru Íslendingur á ljónaveiðar í hnéháu grasi.  Og við ræðum ekki meira um það.


Ameríkanaseruð, gott eða slæmt?

Fyrir stuttu komst ég í samband við gamlan vin úr HÍ eftir að hafa misst það samband í 20 ár eða svo. Þó samskiptin í þetta skiptið væru stutt hefur Tolli fyllt mig hugmóði á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi er hann stórbloggari, og alveg drepfyndinn. Að fara inná bloggið hans tryggir að ég lendi á gólfinu með báða handleggi um mallakútinn og búandi til allskyns hljóð sem venjulega dregur að fólk með áhyggjur af heilsu minni.  Að útskýra hegðun mína er alveg vonlaust þar sem þýðing á húmor Tolla yfir á ensku er engann veginn eins fyndin og að lesa hann á Íslensku. 

 Í bloggum sínum talar Tolli um alls kyns hluti, venjulega persónulegar sögur af sjálfum sér og öðrum í lífi hans en einnig skrifar hann um dagleg málefni líðandi stundar. Svo þannig var það að ég fann Tolla. Systir mín sendi mér rafpóst um að hún hafi fundið blogg frá gömlum vini mínum úr Háskólanum og sendi mér blogg addressuna hans. Ég var auðvitað forvitinn um hvað hafði orðið um gamlan vin og leitað hann uppi. Svo þar er ástæðan fyrir að ég finnst i keng á gólfinu alltaf annað slagið. En að lesa bloggið hans Tolla minnti mig líka á alskyns hluti sem mér finnst gaman að hugsa um og velta fyrir mér. Svo hér er fyrsti hugmóðurinn: Ég gæti skrifað blogg um þessa hluti sem mér finnst gaman að hugsa um! Það þarf svosem enginn að lesa bloggið mitt... en að minnsta kosti verða hugsanirnar frjálsar í loftinu og ekki að taka upp mikilvægt pláss í heilanum í mér.

Hugmóður númer tvö sem Tolli gaf mér er að hugsa um líf mitt eins og það er í dag og hvernig það er öðruvísi en ég átti von á hérna 'í den'. Það sem vakti þessa hugsun var svolítið sem Tolli spurði mig um í einum af okkar rafpóstum fram og til baka. Hann var að spyrja um líf mitt í Ameríkunni... nefndi eftir að hafa skoðað 'myspace' síðuna mína að það liti út fyrir að ég væri orðin ameríkanaseruð og spurði hvort ég sæi mig koma aftur til Íslands.  Þetta orð 'ameríkanaseruð' hræddi mig dálítið... nei bíddu... hræddi mig heilmikið! og var fast í kollinum á mér í margar vikur á eftir. Ekki bara fast og álitið áhugavert orð sem örugglega fyndist ekki í orðabók... nei, fast og mikið hugsað um það... djúpt.  Allt sem ég gerði á næstu vikum stoppaði við í kollinum: 'Þú gætir nú verið ásökuð um að vera amerikanseruð fyrir að gera þetta góða, ertu viss um að það borgi sig?'  Ástæðan fyrir hræðslu minni var auðvitað sú að áður en ég flutti hingað út hafði ég svosem ekki mikið álit á Ameríkönum. Rosanne Barr, Al Bundy og fleiri voru mínar viðmiðanir þá. Svo í miðju amerísku lífi mínu fór ég að hugsa aðeins betur. Hmmm það gætu nú verið aðrir hlutir þessa dagana sem áhrif hefðu á mat Íslendings eins og hann Tolla á ameríkönum. Það eru jú komin 20 ogeitthvað ár síðan þessir þættir voru í sjónvarpinu. Bíddu nú við. Hvað er mest verið að spjalla um Ameríku á Íslandi þessa dagana...hmmm DJÖFULLINN.... Bush!!!  Getur það verið að í huga Íslendings, Ameríkanar séu allir eins og Bush???  Þýðir það að vera ameríkanaseruð það sama og að vera Bush sinnuð?  Eins og þetta væri ekki nógu slæmt for ég að hugsa um hvað annað gætiverið slæmt við að vera Amerikani? Auðvitað var ég alveg viss um að það væri ekki mikið jákvætt við að vera Ameríkani eða í mínu tilfelli 'ameríkanaseruð' en sálfræðinfyrir því er efni í annað blogg. Ég fór að hugsa um borgina sem ég bý í... fólkið sem ég þekki, bæði góða vini og einnig bara fólk í kringum mig yfirleitt, og hversu öðruvísi við erum hér miðað við 'Bush country'. Það eru ekki svo margir í þessari borg og reyndar í þessu ríki sem maður myndi kalla Bush sinna. Svei mér ef helmingurinn af þessu fólki er ekki bara hippar!!  Þegar öllu er á botninn hvolft þá hlusta margir vina minna á 'hillbilly músik'... æi þið vitið, blátt gras og svoleiðis. Þú kemst ekki lengra frá Bush en það... er það nokkuð?  Bíddu... í auga Íslendings, eins og tildæmis hans Tolla... er það gott eða slæmt að vera hippi?  ...  Ég spjallaði við vini mína um þetta vandamál mitt, fram og til baka. Þeir voru alveg salla rólegir yfir þessu öllu saman. ' C´mon Heida, your friend prolly didn´t mean anything by it.' Skyldu auðvitað ekki stressið í mér.  Skyldu ekki að Íslendingar gætu mögulega haft lítið mat á amerikönum. Þegar öllu er á botninn hvolft er Ameríka stórveldi!!! og er best í heimi.  Svona gekk þetta í margar vikur.

   Svo... eitt kvöldið þegar ég var úti að skemmta mér... aðallega við að hrista á mér bossann við lag sem heitir 'honky tonk Taquila' og er spilað á mandólín og bandjó (Hljómar eins og blátt gras... eða hvað?)... rann upp fyrir mér ljós. ''Ég er kannski pínu lítill hippi!'' og næsta hugsun var: ''og hvað með það?''  Hvernig væri annað hægt en að vera pínulítið ameríkanaseruð eftir að hafa búið í ameríku í tuttugu ár? Auðvitað lærir maður af umhverfinu. Að minnsta kosti fór ég hippa leiðina frekar en í átt að Bush!!  Það þýðir samt ekki að ég sé eitthvað minni Íslendingur fyrir vikið. Mér finnst svartur lakkrís rosalega góður... og get borðað heilan kepp af lifrapylsu án þess að gubba... og geri aðrir Íslendingar betur!! Og hvað væri svosem að því ef ég væri minni Íslendingur... við erum svosem ekkert fullkomin frekar en kaninn.  Nei! ég var ekki á því að eyðaleggja þennan hristing með því að skammast mín fyrir hann. 'Hell no!'  Og áfram hristist ég.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband