24.7.2007 | 05:17
Ameríkanaseruð, gott eða slæmt?
Fyrir stuttu komst ég í samband við gamlan vin úr HÍ eftir að hafa misst það samband í 20 ár eða svo. Þó samskiptin í þetta skiptið væru stutt hefur Tolli fyllt mig hugmóði á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi er hann stórbloggari, og alveg drepfyndinn. Að fara inná bloggið hans tryggir að ég lendi á gólfinu með báða handleggi um mallakútinn og búandi til allskyns hljóð sem venjulega dregur að fólk með áhyggjur af heilsu minni. Að útskýra hegðun mína er alveg vonlaust þar sem þýðing á húmor Tolla yfir á ensku er engann veginn eins fyndin og að lesa hann á Íslensku.
Í bloggum sínum talar Tolli um alls kyns hluti, venjulega persónulegar sögur af sjálfum sér og öðrum í lífi hans en einnig skrifar hann um dagleg málefni líðandi stundar. Svo þannig var það að ég fann Tolla. Systir mín sendi mér rafpóst um að hún hafi fundið blogg frá gömlum vini mínum úr Háskólanum og sendi mér blogg addressuna hans. Ég var auðvitað forvitinn um hvað hafði orðið um gamlan vin og leitað hann uppi. Svo þar er ástæðan fyrir að ég finnst i keng á gólfinu alltaf annað slagið. En að lesa bloggið hans Tolla minnti mig líka á alskyns hluti sem mér finnst gaman að hugsa um og velta fyrir mér. Svo hér er fyrsti hugmóðurinn: Ég gæti skrifað blogg um þessa hluti sem mér finnst gaman að hugsa um! Það þarf svosem enginn að lesa bloggið mitt... en að minnsta kosti verða hugsanirnar frjálsar í loftinu og ekki að taka upp mikilvægt pláss í heilanum í mér.
Hugmóður númer tvö sem Tolli gaf mér er að hugsa um líf mitt eins og það er í dag og hvernig það er öðruvísi en ég átti von á hérna 'í den'. Það sem vakti þessa hugsun var svolítið sem Tolli spurði mig um í einum af okkar rafpóstum fram og til baka. Hann var að spyrja um líf mitt í Ameríkunni... nefndi eftir að hafa skoðað 'myspace' síðuna mína að það liti út fyrir að ég væri orðin ameríkanaseruð og spurði hvort ég sæi mig koma aftur til Íslands. Þetta orð 'ameríkanaseruð' hræddi mig dálítið... nei bíddu... hræddi mig heilmikið! og var fast í kollinum á mér í margar vikur á eftir. Ekki bara fast og álitið áhugavert orð sem örugglega fyndist ekki í orðabók... nei, fast og mikið hugsað um það... djúpt. Allt sem ég gerði á næstu vikum stoppaði við í kollinum: 'Þú gætir nú verið ásökuð um að vera amerikanseruð fyrir að gera þetta góða, ertu viss um að það borgi sig?' Ástæðan fyrir hræðslu minni var auðvitað sú að áður en ég flutti hingað út hafði ég svosem ekki mikið álit á Ameríkönum. Rosanne Barr, Al Bundy og fleiri voru mínar viðmiðanir þá. Svo í miðju amerísku lífi mínu fór ég að hugsa aðeins betur. Hmmm það gætu nú verið aðrir hlutir þessa dagana sem áhrif hefðu á mat Íslendings eins og hann Tolla á ameríkönum. Það eru jú komin 20 ogeitthvað ár síðan þessir þættir voru í sjónvarpinu. Bíddu nú við. Hvað er mest verið að spjalla um Ameríku á Íslandi þessa dagana...hmmm DJÖFULLINN.... Bush!!! Getur það verið að í huga Íslendings, Ameríkanar séu allir eins og Bush??? Þýðir það að vera ameríkanaseruð það sama og að vera Bush sinnuð? Eins og þetta væri ekki nógu slæmt for ég að hugsa um hvað annað gætiverið slæmt við að vera Amerikani? Auðvitað var ég alveg viss um að það væri ekki mikið jákvætt við að vera Ameríkani eða í mínu tilfelli 'ameríkanaseruð' en sálfræðinfyrir því er efni í annað blogg. Ég fór að hugsa um borgina sem ég bý í... fólkið sem ég þekki, bæði góða vini og einnig bara fólk í kringum mig yfirleitt, og hversu öðruvísi við erum hér miðað við 'Bush country'. Það eru ekki svo margir í þessari borg og reyndar í þessu ríki sem maður myndi kalla Bush sinna. Svei mér ef helmingurinn af þessu fólki er ekki bara hippar!! Þegar öllu er á botninn hvolft þá hlusta margir vina minna á 'hillbilly músik'... æi þið vitið, blátt gras og svoleiðis. Þú kemst ekki lengra frá Bush en það... er það nokkuð? Bíddu... í auga Íslendings, eins og tildæmis hans Tolla... er það gott eða slæmt að vera hippi? ... Ég spjallaði við vini mína um þetta vandamál mitt, fram og til baka. Þeir voru alveg salla rólegir yfir þessu öllu saman. ' C´mon Heida, your friend prolly didn´t mean anything by it.' Skyldu auðvitað ekki stressið í mér. Skyldu ekki að Íslendingar gætu mögulega haft lítið mat á amerikönum. Þegar öllu er á botninn hvolft er Ameríka stórveldi!!! og er best í heimi. Svona gekk þetta í margar vikur.
Svo... eitt kvöldið þegar ég var úti að skemmta mér... aðallega við að hrista á mér bossann við lag sem heitir 'honky tonk Taquila' og er spilað á mandólín og bandjó (Hljómar eins og blátt gras... eða hvað?)... rann upp fyrir mér ljós. ''Ég er kannski pínu lítill hippi!'' og næsta hugsun var: ''og hvað með það?'' Hvernig væri annað hægt en að vera pínulítið ameríkanaseruð eftir að hafa búið í ameríku í tuttugu ár? Auðvitað lærir maður af umhverfinu. Að minnsta kosti fór ég hippa leiðina frekar en í átt að Bush!! Það þýðir samt ekki að ég sé eitthvað minni Íslendingur fyrir vikið. Mér finnst svartur lakkrís rosalega góður... og get borðað heilan kepp af lifrapylsu án þess að gubba... og geri aðrir Íslendingar betur!! Og hvað væri svosem að því ef ég væri minni Íslendingur... við erum svosem ekkert fullkomin frekar en kaninn. Nei! ég var ekki á því að eyðaleggja þennan hristing með því að skammast mín fyrir hann. 'Hell no!' Og áfram hristist ég.
Athugasemdir
Flottur pistill hjá þér - ég held að við séum soldið í því setja fólk í flokka/staðla. Við dæmum oft heildina út frá smá hluta og oft út frá því sem við erum mötuð á. Go girl :-)
Halla (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.